• Lykilorð í Ljórann skal að lágmarki vera 8 stafir og innihalda þrennt af eftirfarandi: Hástafur, lágstafur, tölustafur eða tákn. Ekki skal nota sér íslenska stafi.
  • Lykilorð í Ljórann þarf að endurnýja eigi sjaldnar en á 4ra mánaða fresti.
  • Óheimilt er að nota síðustu 3 lykilorð aftur í nýtt lykilorð þegar það er endurnýjað.
  • Ef notandi hefur reynt að breyta lykilorði og það ekki tekist þar sem lykilorðið uppfyllti ekki ofangreindar kröfur, þarf hann að hafa samband við þjónustuver HUT í síma 543-1550 og óska eftir endurstillingu á lykilorði í Ljórann eða hafa hafa samband við yfirmann/tengilið og óska eftir endurstillingu.
  • Notandi kemst ekki inn í Ljórann ef mistekist hefur að breyta lykilorði fyrr en hann hefur fengið lykilorðið endurstillt.
  • Nýtt lykilorð í Ljórann er sent í Leynihólf notandans þar sem aðeins hann getur nálgast það.
  • Eigi notandi ekki Leynihólf fyrir sín lykilorð þarf hann að snúa sér til næsta yfirmanns sem getur leyst úr því.
  • Nái notandi ekki í yfirmann og þarf að fá aðgang í Ljórann strax, getur hann haft samband við þjónustuver HUT á LSH, í síma 543-1550 á dagvinnutíma.

Leiðbeiningar um breytingu lykilorða í ljóranum