Ljórinn er þjónusta Landspítala, sem veitir heilbrigðisstofunum og heilbrigðisstarfsfólki utan spítalans fjaraðgang að upplýsingakerfum LSH. Sérstök áhersla er lögð á öryggi upplýsinga sem aðgengileg eru í Ljóranum. Samskipti milli notenda og LSH í gegnum Ljórann eru dulrituð auk þess sem notendur hafa eingöngu aðgang að upplýsingum úr kerfum en ekki undirliggjandi gögnum.

Ljórinn hefur verið í notkun síðan vorið 2007 og þjónar hann ýmsum aðilum utan spítalans. Má þar nefna Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Geislavarnir ríkisins og Grund.
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á ljorinn@landspitali.is eða með því að hafa samband við Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH í síma 5431000.