Ljórinn
Fjaraðgangur að
klínískum kerfum LSH
Innskrá
Menu

Skilmálar þessir eiga við um sjúkraskrárupplýsingar sem skoðaðar eru og unnar í gegnum Ljórann. Notkun sjúkraskrárkerfa Landspítala (LSH) gegnum Ljórann er bundin við störf heilbrigðisstarfsmanns í þágu sjúklinga sem hann sinnir.

Áður en aðgangur er opnaður fyrir heilbrigðisstarfsmann þarf að liggja fyrir samningur um aðgang gegnum Ljórann, milli heilbrigðisstofnunar/starfsstofu sem heilbrigðisstarfsmaðurinn starfar hjá og LSH. Við samningslok fellur heimild starfsmannsins til aðgangs að sjúkraskrárupplýsingum úr gildi og er viðkomandi starfsmönnum eftir það óheimilt að afla sjúkraskrárupplýsinga frá LSH gegnum Ljórann.

Starfsmaður má einungis nota tölvur á viðurkenndum starfsstöðvum til að afla heilsufarupplýsinga gegnum Ljórann.

Viðurkenndur er aðgangur að Ljóranum frá tölvum á:

a. Landspítala.
b. Öðrum heilbrigðisstofnunum
c. Starfsstöðvum heilbrigðisstarfsmanna sem hafa tilskilin starfsleyfi.
d. Heimili heilbrigðisstarfsmanna, t.d. þegar starfsmaðurinn sinnir vaktþjónustu.

  • Starfsmanni er úthlutað auðkenni til að tengjast sjúkraskrárkerfum LSH. Starfsmaðurinn ber alla ábyrgð á varðveislu auðkenna sinna og leynd þeirra.
  • Starfsmanni er óheimilt að afhenda öðrum auðkenni sín eða rjúfa leynd þeirra. 
  • Starfsmanni er óheimilt að nýta sér auðkenni annarra til að tengjast sjúkraskrárkerfum LSH.
  • Starfsmaður skal gæta þess að yfirgefa ekki vinnustöð/tölvuskjá án þess að loka Ljóraaðgangi að sjúkraskrárupplýsingum, svo viðkvæmar upplýsingar eða trúnaðarupplýsingar verði ekki aðgengilegar fyrir óviðkomandi aðila.
Brot á notkunarskilmálum:
Brjóti starfsmaður skilmála þessa munu Landspítali og stofnun/starfsstofa viðkomandi starfsmanns beita viðeigandi viðurlögum í samræmi við lög, reglugerðir og reglur spítalans og viðkomandi stofnunar/starfsstofu.
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH. Sími: 543-1550, Póstfang: 1550@lsh.is